[This announcement can be read in Icelandic, followed by English ]

Space Iceland auglýsir eftir nemendum til að sækja um í Nýsköpunarsjóð námsmanna fyrir sumarið 2023 í samstarfi við skrifstofuna og tengda aðila. Nemendur eru hvattir til að koma með hugmyndir að eigin verkefni eða hanna verkefni með Space Iceland NextGen og samstarfsaðilum. Sérstök áhersla er lögð á verkefni sem tengjast Copernicus verkefni Evrópusambandsins.

Sumarstörf Space Iceland NextGen eru tækifæri fyrir alla nemendur við íslenska háskóla óháð kyni, aldri, menningarlegum bakgrunni, uppruna, fötlun, trú, kynvitund og kynhneigð. 

Umræðufundur Space Iceland fer fram 11.10.2022 kl 15:00 á Zoom. Þau sem hafa áhuga á samstarfi við Space Iceland næsta sumar eru hvött til að mæta á þann fund. Zoom-hlekkur á fundinn verður sendur á skráða nemendur skömmu fyrir fundinn. Þeir nemendur sem sjá sér ekki fært að mæta á þessum tíma eru þó beðin um að fylla út skráningaformið. Við sendum út upplýsingar og hlekk á upptöku að fundi loknum.

Skráningaform má finna hér: https://shortest.link/4dY0 

Umsóknarfrestur í Nýsköpunarsjóð námsmanna er iðulega í febrúar. Nokkur vinna fer í slíka umsókn, því eru nemendur sem hafa áhuga hvattir til skrá sig fyrir kynningarfundinn svo við getum aðstoðað ykkur sem best.

Space Iceland er fjörugur og krefjandi vinnustaður sem starfar með aðilum tengdum geimvísíndum og geimiðnaði um allan heim. Frá upphafi hefur Space Iceland NextGen lagt áherslu á að styðja við bakið á þverfaglegum verkefnum nemenda við alla háskóla og hvetjum því nemendur á öllum sviðum að kynna sér möguleika á að búa til verkefni tengdu þeirra námi. Nemendur félags-, mennta-, heilbrigðis-, hugvísinda-, lista-, verkfræði- eða náttúruvísindasviði hafa jafnan möguleika á að sækja um í sjóðinni og starfa með Space Iceland. Geimurinn þarf lögmenn, verkfræðinga, hönnuði, lækna, rithöfunda og allt þar á milli.

Space Iceland mun sjá um aðstoð og handleiðslu í verkefnum nemenda, aðstoða við verkefnaáætlun og verkefnastjórnun. Þá fá nemendur aðgang að vinnuaðstöðu, veigamiklu tengslaneti skrifstofunnar sem og þekkingu og reynslu starfsmanna Space Iceland.

Markmið Nýsköpunarsjóðs námsmanna er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum: https://www.rannis.is/…/men…/nyskopunarsjodur-namsmanna/

Hjá Space Iceland hafa háskólanemar unnið verkefni tengd:

 • Hönnun og smíði á íslenskum smáhnetti (e. CubeSat)
 • Kortlagning á tækifærum og getu til aukinnar verðmætasköpunar í geimvísindum
 • Tilraunarskot eldflaugar
 • Með íslensku út í geim! Íðorðasafn um geimvísindi
 • Tilraunir á Mars-Rover á vegum Mission Control Space Services og Nasa
 • Híbýlahönnun fyrir tunglið og Mars
 • Geimfaraþjálfun á Norðurlandi í samstarfi við Iceland Geospace
 • Þjóðaröryggi og þróun geimiðnaðarins
 • Söguskráning v/ geimskota CNES frá Íslandi 1964-65
 • Þróun geimsmiðju fyrir grunn- og leikskólabörn
 • Loftgæðalíkan fyrir Reykjavík með gögnum frá Copernicus

### English ####

Space Iceland is looking to support university students applying for funding via the National Student Innovation Fund for a summer research project in the space sector. We encourage students to design and pitch their own projects or join an existing project. Space Iceland and our partners cooperate and support students interested in space and space-related research every year. Special attention will be given to projects linked to Copernicus uptake.

Space sector summer jobs at Space Iceland are an equal opportunity for all students enrolled in Icelandic universities. Space Iceland celebrates diversity, and we do not discriminate based on race, religion, colour, national origin, sex, sexual orientation, gender identity, age or disability status. We urge international students in Iceland to pitch a project.

Sign up via the registration form ( https://shortest.link/4dY0  ) and join us for an online introduction meeting Monday 11.10.2022 at 15.00 GMT. A link to the meeting will be sent out to all registered students before the meeting.

We encouraged students to attend the meeting. However, should you not be able to participate at that time, we ask that you fill out the registration form anyway. This is so we can send you details after the meeting.

The application deadline for the National Student Innovation Fund is usually in February. Students are expected to pitch and design their projects, so we encouraged you to register for the introductory meeting so Space Iceland can help you with your application.

Space Iceland supports projects in all fields and studies at an Icelandic university. We, therefore, encourage students in all fields to familiarise themselves with the possibility of creating space-derived projects related to their studies. Students of the social sciences, education, health, humanities, arts, engineering or natural sciences usually have the opportunity to apply for the fund and work with Space Iceland.

Space needs lawyers, engineers, designers, doctors, writers and everything in between.

Space Iceland will provide assistance and guidance in student projects and assist with project planning and management. Students also get access to work facilities, Space Iceland’s network, and the knowledge and experience of Space Iceland employees.

The National Student Innovation Fund aims to allow universities, research institutes and companies to hire students in undergraduate and master’s studies at universities for summer work on research and development projects: https://www.rannis.is/…/men…/nyskopunarsjodur-namsmanna/

At Space Iceland, university students have worked on projects related to:

 • Design and construction of a CubeSat.
 • Mapping of opportunities and capacity for greater Icelandic participation in space.
 • R&D rocket launch.
 • Creation of new space terminology for Icelandic.
 • Experiments on Mars-Rover by Mission Control Space Services and Nasa.
 • Habitat design for the moon and Mars.
 • Astronaut training in the North of Iceland.
 • Research on National security issues and the development of the space industry
 • History of CNES spacecraft from Iceland 1964-65.
 • Development of a space workshop for primary and preschool children.
 • Air quality model for Reykjavík with data from Copernicus.

Many of our student researchers apply for further studies related to space or continue their projects after the summer.

Comments are closed