Check out our work

COPERNICUS MASTERS GALILEO MASTERS 2021

Open for submissions until 19. July 2021

Umsögn vegna frumvarps um opinberan stuðning við nýsköpun

[ Icelandic only ] Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands, Space Iceland, hefur skilað inn umsögn um frumvarp Nýsköpunarráðherra um niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Space Iceland getur ekki stutt framgang frumvarpsins. Það er illa unnið, í andstöðu við eigin yfirlýst markmið, tímarammi breytinga er of stuttur, greiningar vantar, vandamálin sem ætlað er að leysa eru hreinlega ekki í tengslum við boðaðar aðgerðir, samráð skortir og að mati Space Iceland er einfaldlega óafsakanlegt á tímum efnahagslegrar niðursveiflu að eyðileggja stuðningskerfi nýsköpunar með þeim hætti sem hér er lagt til án ítarlegra greininga og áætlunar um hraða uppbyggingu hins nýja stuðningskerfis. Í stuttu máli telur Space Iceland þetta frumvarp einfaldlega ekki fullorðins og furðar sig á að slík hrákasmíð sé lögð fram með tilheyrandi vinnu fyrir löggjafann og hagsmunaaðila.